30. ágúst. 2003 03:27
Grunnskólanemum fjölgar
Grunnskólarnir á Akranesi voru settir á þriðjudaginn þegar nemendur fengu afhentar stundatöflur og bókalista. Nemendum fjölgar heldur á milli ára og skiptir þar mestu um fjölmennan 1. bekk. Grunnskólanemar verða 901 þetta skólaárið, 441 í Brekkubæjarskóla og 460 í Grundaskóla. Að meðaltali eru 20 nemendur í bekkjardeild í báðum skólunum. Nokkur flutningur hefur orðið á milli skólahverfa en sú sveifla sem spáð var að yrði í eldri hluta bæjarins hefur ekki orðið eins stór og búist var við.
Sú nýbreytni hefur verið tekin upp í Grundaskóla að boðið verður uppá á hádegismat fyrir alla þá nemendur skólans sem þess óska. Verðinu verðu haldið í lágmarki og greiða nemendur aðeins efniskostnað.
Í Brekkubæjarskóla tók nýr skólastjóri, Auður Hrólfsdóttir á móti nemendum. Auður lýsti sig mjög ánæga með það starf sem unnið hefur verið í skólanum og er full tilhlökkunar að vinna áfram með öllu starfsfólki skólans að sýn Brekkubæjarskóla - góður og fróður. Að sögn Auðar má búast við einhverjum breytingum en að þær munu gerast hægt og í samráði við starfsfólk.
HP