Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
31. ágúst. 2003 08:25

Góð aðsókn í Menntasmiðju unga fólksins

Menntasmiðja unga fólksins á Akranesi hefst 12. september n.k. og er allt útlit fyrir að fullskipað verði í smiðjuna að sögn Arnars Símonarsonar verkefnisstjóra. Öllum atvinnulausum ungmennum á aldrinum 17 - 25 ára gafst kostur á að sækja um þau 15 pláss sem í boði eru. Menntasmiðjan byggir á lýðskólahugmyndinni og er í anda þeirra vakningu sem nú á sér stað víða um Evrópu og nefnist „nýtt tækifæri til náms“ eða second chance to school. Um er að ræða 12 vikna nám þar sem nemendum gefst m.a. kostur á starfsþjálfun og munu miðla af þeirri reynslu sinni sín í milli.
Undirbúningur hófst fyrir tveimur árum þegar ljóst var að sá hópur ungmenna sem virtist ekki finna sig í hefðbundnum leiðum menntakerfisins og var án atvinnu fór stækkandi. Símenntunarmiðstöð Vesturlands fer með stjórn Menntasmiðjunnar í samstarfi við Svæðisvinnumiðlunar Vesturlands og félagsþjónustu Akraneskaupstaðar. Fjárhagsáætlun verkefnisins hljóðar uppá 4 mkr. Þróunarsjóður framhaldsskóla, Starfsmenntasjóður félagsráðuneytisins, forvarnarsjóður, Vinnumálastofnun og Akraneskaupstaður styrkja verkefnið.
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is