18. september. 2003 11:25
Kosið um tillögu ASÍ
Nú stendur yfir póstkosning hjá félagsmönnum Verkalýðsfélags Akraness. Kosið er um þá tillögu sem forseti ASÍ lagði fram um breytingar á lögum félagsins. Tillagan gerir ráð fyrir að við stjórnarkjör verði boðnir fram listar með 12 aðalmönnum og 6 til vara, kosið verði á milli lista en ekki í hvert embætti eins og hefur tíðkast. Póstkosningunni lýkur 19. september og í beinu framhaldi verður boðið til stjórnarkjörs. Að sögn Ásmundar Hilmarssonar tilsjónarsmans VA má búast við að ný stjórn verði komin í VA um miðjan nóvember.