18. október. 2003 04:49
Umferðaraukning mest á Vesturlandi
Umferð um Vesturland heldur áfram að aukast líkt og verið hefur frá því Hvalfjarðargöngin opnuðu fyrir fimm árum. Umferðaraukningin er meiri á Vesturlandi en í öðrum landshlutum að því er fram kemur í tölum sem Vífill Karlsson hagfræðingur hjá atvinnuráðgjöf Vesturlands hefur tekið saman. „Umferðin eykst um 3,5% á milli ára á Vesturlandi sem er reyndar svipað og á Suðurlandi en þess ber að geta að galli er í þeim mælingum. Á Reykjanesi stendur þetta afturámóti í stað.“
Vífill segir að vöxturinn hafi verið mestur fyrst eftir að göngin opnuðu en það sem komi mönnum á óvart sé hversu lengi þetta vaxtartímabil varir.