26. október. 2003 11:28
Jóga í stað tónlistar í Varmalandi
Þar sem ekki er boðið upp á tónmenntakennslu hjá 2. og 3. bekk Varmalandsskóla ákváðu bekkjarkennarnir, þær Kristín Wallis og Jóhanna Jóhannsdóttir, að brydda upp á nokkuð óvenjulegri nýjung í staðinn og kenna jóga. Þannig vill til að Jóhanna er jógakennari og því þurfti ekki langt að sækja. Að sögn þeirra Kristínar og Jóhönnu hefur þessi nýbreytni mælst vel fyrir hjá börnunum og ríkir mikil tilhlökkun í bekkjunum tveimur á þriðjudagsmorgnum þegar jógatíminn byrjar.