09. ágúst. 2003 08:12
Bærinn kaupir pakkhús
Borgarbyggð hefur fest kaup á pakkhúsunum tveimur við gömlu kaupfélagshúsin í Englendingavík. Húsin hafa staðið nánast ónotuð um nokkurra áratuga skeið og eru nokkuð illa farin. Að sögn Páls Brynjarssonar, bæjarstjóra liggur ekki fyrir hver framtíð húsanna verður en ákvörðun um það verður tekin samfara deiliskipulagsvinnu sem nú stendur yfir á svæðinu. Kaupverð húsanna er tvær milljónir.