19. september. 2003 03:48
Samningar um sementið á næstunni
Nokkur dráttur hefur orðið á því að klára samninga þá sem lúta að sölu Sementsverksmiðjunnar hf. Að sögn Páls Magnússonar aðstoðarmanns iðnarráðherra hefur gengið illa að ná öllum aðilum saman vegna sumarfría. Hann reiknar þó með að samningar verði undirritaðir nú í þessum mánuði. Bæjarráð Akraness samþykkti á síðasta fundi sínum yfirlýsingu milli bæjarins og íslenska ríkisins með nokkrum breytingum. Í yfirlýsingunni kemur fram sameiginlegur skilningur beggja aðila um sölu og starfsemi verksmiðjunnar.