29. ágúst. 2003 10:15
Ný hljóðkerfi í Hólminn
Að afloknu Þorrablóti í Stykkishólmi síðastliðinn vetur var ákveðið að ráðast í kaup á nýju hljóðkerfi til bæjarins til að raddir Hólmara mættu hljóma sem hæst og sem snjallast. Skipuð var nefnd til að ráðast í innkaupin og fjármagna fyrirtækið en hana skipuðu þau Árþóra Steinarsdóttir, Lárus Pétursson, Björn Benediktsson og Dagbjört Höskuldsdóttir. Nefndin náði toppárangri á stuttum tíma og nú fyrir skömmu kom nýtt og fullkomið hljóðkerfi til bæjarins og var það vígt á Dönskum dögum fyrir rúmri viku. Helstu félög í Stykkishólmi komu að kaupunum ásamt Stykkishólmsbæ, Sigurði Ágústsyni hf. Og fleiri aðilum. Nýja hljóðkerfið verður varðveitt í húsnæði Tónlistarskólans og leigt út þaðan.