01. september. 2003 11:04
Golfvöllur á Hreðavatni en ekki Bifröst
Fyrir skömmu var í Skessuhorni sagt frá fyrirhuguðum golfvelli á Bifröst sem Viðskiptaháskólinn stendur að ásamt fleiri aðilum. Eigendur Hreðavatns vilja af því tilefni koma því á framfæri að fyrirhugaður golfvöllur verður í landi Hreðavatns en ekki Bifrastar.
Er því hér með komið á framfæri. Það skal hinsvegar tekið fram að í þeim gögnum sem umrædd frétt byggðist á var talað um golfvöll á Bifröst.