19. september. 2003 07:21
Framkvæmdir við Djúpalónssand
Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir við Djúpalónssand á Snæfellsnesi í sumar. Þar hefur verið sett upp upplýsingaskilti fyrir ferðamenn, göngustígar lagfærðir og komið upp salernisaðstöðu. Ferðamannastraumur á þessu svæði hefur fyrir löngu sannað mikilvægi þessara framkvæmda en mælingar í fyrra sýndu að um 60.000 manns skoða þessa einstöku náttúruperlu á hverju sumri.