29. september. 2003 11:01
Nýtt upplýsingaskilti við Hafnarfjall
Nú á dögunum var sett upp upplýsingaskilti um landbætur undir Hafnarfjalli við útskot Vegagerðarinnar fyrir ofan Hafnarskóg. Það er Pokasjóður sem styrkir verkefnið en Landgræðslufélag Skarðsheiðar og Landgræðsla ríkisins sjá um framkvæmdir. Með verkefninu er stefnt að því að vernda og stækka Hafnarskóg, breyta örfokalandi í nytjaland og draga úr vindstrengjum við þjóðveginn.