30. september. 2003 05:15
Haftyrðill á Holtavörðuheiðinni
Starfsmenn vegagerðarinnar í Borgarnesi tóku að sér björgunarstörf á Holtavörðuheiðinni á þriðjudag þegar þeir rákust á Haftyrðilsunga á veginum sem þangað hafði borist í óveðrinu sem gekk yfir um helgina. Haftyrðillin var bjargarlaus þarna á heiðum uppi en hann fékk far með vegagerðarmönnum til sjávar og var að vonum frelsinu feginn.