24. október. 2003 05:05
Prestaköllum Vesturlands fækki um þrjú
Af sjö tillögum sem liggja fyrir kirkjuþingi um sameiningu prestakalla snúast þrjár þeirra um prestaköll á Vesturlandi. Lagt er til að Hvammsprestakalla og Hjarðarholtsprestakall í Snæfells - og Dalaprófastdæmi verðir sameinuð, að Ólafsvíkurprestakall sameinist Ingjaldshólsprestakalli og að Hvanneyrarprestakall sameinist Stafholtstungnaprestakalli.
Ljóst er að skiptar skoðanir eru um sameiningu prestakalla á meðal presta og ekki síður á meðal sóknarbarna þeirra sókna sem um ræðir.
Sjá nánar viðtal við Óskar Hafstein Óskarsson um þær sameiningarhugmyndir sem liggja fyrir kirkjuþingi í 41. tbl. Skessuhorns