28. september. 2003 09:18
Lóðin gengin út
Loks liggur fyrir hvað byggt verður á lóð sem Borgarverk fékk úthlutað við Brúartorg í Borgarnesi fyrir um þremur árum. Reyndar var varla um lóð að ræða heldur frekar vog, þegar lóðinni var úthlutað, en nú er uppfyllingu að miklu leyti lokið.
Sparisjóður Mýrasýslu hefur gert saming við Borgarverk um að byggt verði húsnæði á lóðinni sem hýsa mun starfsemi sjóðsins og fleiri fyrirtækja. Sparisjóðurinn hefur nú þegar auglýst eftir aðilum sem hefðu áhuga á að deila nýja húsnæðinu með þeim.