03. október. 2003 10:33
Ferðamálafulltrúa sagt upp í sparnaðarskyni
Á síðasta fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar var samþykkt tillaga oddvita þess efnis að leggja niður starf atvinnu-og ferðamálafulltrúa Dalabyggðar. Ennfremur var samþykkt að breyta starfsvettvangi aðstoðarmanns sveitarstjóra og taka upp nýtt starfsheiti í samræmi við það. Í tillögunni er vísað til bréfs eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga frá 13. júní þar sem fjallað er um fjárhagsvanda sveitarfélagsins. Fráfarandi atvinnu- og ferðamálafulltrúi er Alma Guðmundsdóttir.
Á fundinum kom fram hjá fulltrúum minnihlutans í hreppsnefnd, ótti við að með uppsögn ferðamálafulltrúans væri starfsemi og framtíð Eiríksstaða stefnt í hættu.