Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. febrúar. 2004 10:20

Starfsmenn Höfða enn ósáttir

Mikil óánægja er meðal hluta starfsmanna dvalarheimilisins Höfða og hafa nú 5 starfsmenn sagt störfum sínum lausum. Eftir því sem Skessuhorn best veit er m.a. um að ræða 3 starfsmenn sem hafa starfað frá stofnum Höfða og unnið þar í kvartöld. Málið má rekja til ársins 2001 þegar gert var s.k. endurmat á launum starfsmanna Höfða, þegar sú vinna hófst var lögð áhersla á að endurmatið næði til allra starfsmanna. Í því ferli var starfsmönnum Höfða skipt niður í 4 hópa og þegar búið var að meta þrjá hópa var þeim fjórða kippt út. Í þeim hópi eru þeir starfsmenn sem sjá um ræstingar, þvott og starfsþjálfun.
Gert var samkomulag við starfsmenn eftir viðræður starfsmannafélagsins við bæjaryfirvöld en BSRB kom einnig að því máli. Samkomulagið fól í sér launaleiðréttingu fyrir tímabilið 1.5.2001 - 30.10.2002 með eingreiðslu til starfsmanna. Að sögn Gísla Gíslasonar bæjarstjóra telja bæjaryfirvöld sig hafa lokið málinu með samkomulaginu sem var samþykkt í bæjarráði og lagt fyrir stjórn Höfða sem gerði engar athugasemdir. Heimildir Skessuhorns herma að starfsmenn líti ekki eins á málið. Að þeirra mati sé eingreiðslan bara örlítil sárabót og í raun grátlegt að bæjaryfirvöld séu ekki tilbúin að ljúka þessu máli með sæmd, því ekki sé um háar upphæðir að ræða. Það er allavega ljóst að þrátt fyrir samkomulagið er hluti starfsmanna Höfða enn óánægðir vegna hversu mikið misræmi sé á launum innan stofnunarinnar og að starfsmennirnir fimm ætli ekki að draga uppsagnir sínar til baka. „Þetta mál hefur ekki komið aftur á borð bæjarins en við vitum af þessum uppsögnum. Það hefur komið til tals að þrýsta á að launanefnd sveitarfélaga ljúki starfsmatinu sem allir bíða eftir eins fljótt og kostur er og starfsmenn Höfða verði teknir í starfsmat eins fljótt og kostur er,“ sagði Gísli að lokum.
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is