Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. febrúar. 2004 01:57

Hitaveita lögð í 90 hús í vetur

Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir í Munaðarnesi í Borgarfirði frá því í haust. Verið er að leggja hitaveitu frá borholu í Kerlingargili í landi Munaðarness að öllum sumarbústöðum á orlofssvæði BSRB í Munaðarnesi og Stóru-Skógum eða alls um 90 hús.
Það er Orkuveita Reykjavíkur sem boraði holuna og stendur að framkvæmdum í samráði við BSRB, en þrjú verktakafyrirtæki sjá um framkvæmdir auk 8 manna vinnuhóps starfsmanna BSRB á svæðinu.
Í framkvæmdunum felst að byggt er dæluhús við borholuna auk miðlunartanks við Stóru-Skóga. Það er verktakafyrirtækið Spöng ehf. úr Garðabæ sem sér um þann þátt framkvæmdanna. Verktakafyrirtækið Klöpp ehf. á Akranesi sér um að leggja stofnæðar og heimtaugar að húsum, Jón pípari ehf úr Hafnarfirði leggur ofnalagnir og tengingar að heitum pottum en auk þess kemur vinnuhópur BSRB að lagningu frárennslislagna og breytinga á sólpöllum og nýsmíði.
Kristján Tryggvason er staðarhaldari BSRB í Munaðarnesi. Hann segir að stefnt sé að því að ljúka öllum þessum framkvæmdum í vor. „Félögin á svæðinu eiga að geta byrjað að leigja húsin út í síðasta lagi um miðjan júní, eða mánuði síðar en venjulega. Þá verður komin hitaveita í öll hús á félagssvæði BSRB og öll verða þau þá með nýjum heitum pottum og einkar góðum aðbúnaði“, segir Kristján. Hann segir Orkuveituna standa í samningaviðræðum við félag orlofshúsaeigenda í Munaðarnesi um lagningu hitaveitu í önnur hús í landi Munaðarness, en þau sem eru í eigu BSRB. Það vatn sem fannst við borunina er nægjanlegt til upphitunar helmingi fleiri húsa heldur en eru á svæðinu í dag. Því má gera ráð fyrir að sumarhúsum fjölgi enn frekar í Munaðarnesi á næstu árum, enda fer þar saman mikil náttúrufegurð, nálægð við þjónustu, nægt heitt vatn og gott veðurfar.
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is