05. október. 2003 10:52
Rafrænt samfélag
Samkeppni um rafrænt samfélag er lokið. Tvö verkefni hafa verið valin til þátttöku í þróunarverkefni, sem mun standa í þrjú ár. Að þessum verkefnum standa annars vegar sveitarfélögin Árborg, Hveragerði og Ölfus, undir verkefnaheitinu „Sunnan 3“, og hins vegar sveitarfélögin Aðaldælahreppur, Húsavíkurbær og Þingeyjasveit, undir verkefnaheitinu „Virkjum alla.“
Snæfellsbær og Grundarfjörður áttu hin tvö verkefnin sem voru í pottinum þar til keppni lauk en hvorugt þeirra komst alla leið.