09. desember. 2003 07:09
27.000 dósir á veginum
Björgunarsveitamenn úr Borgarfirði eyddu nóttinni í að tína dósir og selflytja fisk á veginum ofan við Svignaskarð í Borgarfirði.
Um þrjú leytið í nótt valt þar tengivagn vörubifreiðar á leið frá Ísafirði til Reykjavíkur. Ökumaður bifreiðarinnar missti stjórn á henni með þeim afleiðingum að tengivagninn fór út á veginum og inn á hann aftur þar sem hann endaði á hliðinni. Bifreiðin sjálf stóð áfallið af sér og ökumann sakaði ekki.
Í tengivagninum var frosinn fiskur og um tuttugu og sjö þúsund tómar dósir á leið í endurvinnslu. Félagar úr björgunarsveitinni Heiðari í Borgarfirði voru kallaðir til og voru fram á morgun að tína dósir og flytja fisk úr tengivagninum. Aðstæður á stæðnum voru þannig að lögregla gat beint umferð útfyrir veg og urðu tafir á umferð því ekki miklar.