19. júní. 2004 06:23
Matsverð eignarnámsbóta hækkar
Matsnefnd eignarnámsbóta hefur kveðið upp úrskurð varðandi eignarnám Akraneskaupstaðar á landi Sýruparts á Breiðinni á Akanesi. Akraneskaupstaður falaðist eftir landinu til að geta úthlutað lóð undir aukna starfsemi Laugafisks í bænum. Samkvæmt matinu er verð pr. fermeter lands 1700 krónur sem þýðir að heildarverð fyrir Sýrupartslandið er 9,2 milljónir króna, eða rúmlega 5 milljónum króna hærra en tilkvaddir matsmenn Akraneskaupstaðar höfðu metið landið á áður.
Sjá nánari umfjöllun í Skessuhorni 16. júní.