16. júní. 2004 07:15
Tvöföld aðsókn miðað við það sem búist var við
106 umsóknir bárust um skólavist í hinum nýja Fjölbrautaskóla Snæfellinga sem tekur til starfa í haust í Grundarfirði. Er þetta nær tvöfaldur sá fjöldi sem forráðamenn skólans höfðu búist við að sækti um skólavist. Flestar umsóknir komu frá Snæfellsbæ eða 40, frá Grundarfirði 34 og 28 frá Stykkishólmi. Fjórar umsóknir bárust frá nemendum utan þessara sveitarfélaga.