22. júní. 2004 01:19
Áskriftarverðlaun að Kjarlaksvöllum
Í gær var dregið í áskriftarleik Skessuhorns og verður það framvegis gert einu sinni í mánuði. Í pottinum eru allir skuldlausir áskrifendur blaðsins miðað við útdráttardag 20. hvers mánaðar. Verðlaunin eru ekki af lakara taginu; 20.000 króna gjafabréf í Versluninni Bjargi, Stillholti 14 á Akranesi. Verðlaunahafi er Hugrún Reynisdóttir, Kjarlaksvöllum í Saurbæ og fær hún sent gjafabréf til notkunar næst þegar hún á leið á Skagann. Skessuhorn óskar Hugrúnu til hamingju en hún hefur verið áskrifandi blaðsins frá upphafi.