29. júní. 2004 10:45
Nýr tengivegur við skógræktina
Framkvæmdir við nýja götu sem tengir Flatahverfið á Akranesi við skógræktinga og golfvöllinn eru nú í fullum gangi en unnið er að jarðvegsskiptum þessa dagana. Þegar þessi nýja gata verður opnuð fyrir umferð leggst af gamli vegurinn sem nú liggur meðfram Byggðasafninu og kirkjugarðinum og m.a. í gegnum hlaðið á Garðahúsinu. Sá vegur þolir engan veginn þá miklu umferð sem er á frístundasvæðið ofan við söfnin en það sem sagt stendur fljótlega til bóta.