07. júlí. 2004 01:00
Norðurá á toppnum
Veiðin í ám hér Vestanlands hefur víða gengið vel. Um mánaðamótin síðustu var Norðurá efst áa hér á landi en þá höfðu veiðst í ánni 349 laxar. Þverá og Kjarrá höfðu gefið 208 laxa, Langá 178, Grímsá 49, Laxá í Leirársveit 40 og nafna hennar í Dölum 10 laxa svo nokkur dæmi séu tekin. Einnig eru fréttir vikulega í prentútgáfu Skessuhorns undir stjórn Gunnars Bender.
Nú geta menn fylgst með nýjustu veiðitölum úr mörgum laxveiðiám með því að fara á vef Landssambands veiðifélaga; www.angling.is en þar eru upplýsingar um veiði uppfærðar einu sinni í viku