Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. júlí. 2004 12:36

Rætt við OR um hugsanlega þátttöku í hitaveitu fyrir Grundarfjörð

Ekki hefur verið tekin formleg ákvörðun um hvort ráðist verður í lagningu hitaveitu frá Berserkseyri í Grundarfjörð. Samt sem áður eru framkvæmdir að fara að hefjast við hitaveitulögn og verið að vinna í efniskaupum fyrir hluta af leiðinni. “Það er rétt að ekki hefur verið stofnað fyrirtæki um hitaveitu fyrir sveitarfélagið og endanleg ákvörðun liggur ekki fyrir,” segir Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri Grundarfjarðar. “Það stendur samt til að leggja um 1,6 km af stofnlögninni en ástæðan fyrir því er þrýstingur frá vegagerðinni. Fyrir haustið verður sett bundið slitlag á nýja veginn yfir Kolgrafarfjörð og Vegagerð ríkisins hefur lagt að okkur að koma lögninni yfir fjörðinn niður áður en þær framkvæmir hefjast til að ekki þurfi að grafa í veginn eftir eitt eða tvö ár. Við höfum beðirð eftir niðurstöðum úr rannsóknum á efnainnihaldi vatnsins á Berserkseyri en fyrr en þær lágu fyrir var ekki hægt að ráðast í efniskaup,” segir Björg.
Aðpurð segir Björg að þótt endanleg ákvörðun um að ráðast í hitaveituframkvæmdir liggi ekki fyrir þá megi telja nokkuð víst að af þeim verði. Efnainnihald heita vatnsins á Berserkseyri reyndist vera nokkuð sérstakt og gerir efnisval fyrir lögninga vandasamt að sögn Bjargar. Þar sem tæring er mikil í vatninu verður að öllum líkindum nauðsynlegt að vera með varmaskipta, annað hvort fyrir veituna í heild eða fyrir hvert hús.
Næsta skref við væntanlega hitaveitu í Grundarfjörð er gerð rannsóknarholu á Berserkseyri sem gert er ráð fyrir að verði einnig vinnsluhola þegar af verður. Ekki liggur fyrir hvenær hún verður gerð en þessa dagana eru Grundfirðingar að leita eftir hugsanlegum samstarfsaðilum. “Við erum þessa dagana í viðræðum við Orkuveitu Reykjavíkur um hugsanlega þátttöku þeirra í þessu verkefni. Niðurstaðan liggur ekki fyrir en það verður væntanlega innan tíðar,” segir Björg.
GE
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is