03. ágúst. 2004 10:30
Kraftaverk að ekki varð stórslys
Það má teljast kraftaverk að ökumaður fullhlaðins malarflutningabíls sem tór út af brúnni á Laxá í Dölum um nónbil í dag skyldi sleppa lítið slasaður, eftir að bíll hans hafnaði á hvolfi á klöpp 10 metra undir brúnni. Tildrög slyssins voru þau að malarbíllinn lenti á jeppabifreið sem var að koma úr gagnstæðri átt á brúnni. Til að forða stórslysi sveigði bílstjóri malarbílsins útaf brúnni með fyrrgreindum afleiðingum. Jeppabifreiðin skemmdist talsvert við áreksturinn en ökumann, og farþega sem með honum voru, sakaði ekki. Hús malarflutningabílsins er mjög illa farið og eins og áður segir er kraftaverk að ekki fór verr. Malarflutningabíllinn var frá verktakafyrirtækinu Borgarverki í Borgarnesi.
MM/Ljósm.: GE