13. ágúst. 2004 10:42
Fjölmenni stefnir á Danska daga
Danskir dagar hefjast í dag í blíðskaparveðri í Stykkishólmi. Þetta er í ellefta skipti sem bæjarhátíð Hólmara er haldin.
Í gærkvöldi skreyttu bæjarbúar götur og hverfi bæjarins og er orðið ansi skrautlegt og fallegt um að litast í morgum hverfum og greinilegt að mikill hugur er í fólki. Gestir voru farnir að streyma á tjaldsvæðin í Stykkishólmi þegar í gærdag og er orðinn þétt setinn bekkurinn nú þegar.
Dagskrá Danskra daga er fjölbreytt að vanda og þar hljóta allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Sjá nánar í auglýsingum, m.a. í Skessuhorni í þessari viku.