Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. ágúst. 2004 02:54

Umhverfisviðurkenningar á Akranesi

Í gær veitti skipulags- og umhverfisnefnd Akraneskaupstaðar viðurkenningar fyrir fallegar og snyrtilegar lóðir við einbýlis- og fjölbýlishús og fyrirtæki og stofnanir bæjarins við athöfn í Kirkjuhvoli. Auglýst var eftir tilnefningum sem bárust þónokkrar og segja nefndarmenn að úr vöndu hafi verið að ráð þegar að því kom að skera úr um hverjir hlytu viðurkenningu. Á endanum komst nefndin þó að þeirri niðurstöðu að eftirtaldir aðilar hlytu umhverfsverðlaun 2004:
• Einar Guðleifsson og Sigrún Rafnsdóttir fyrir lóðina við Jörundarholt 117. Í umsögn um lóðina segir að hún sé mjög snyrtileg og falleg, vel skipulögð og útfærð auk þess sem úrval trjáa og runna sé gott.
• Í flokki fjölbýlishúsa hlaut húsfélagið Lerkigrund 2-4-6 viðurkenningu, en lóðin við blokkina er sögð gott dæmi um hvernig hægt er að gera blokkarlóðir fallegar og snyrtilegar ef vilji íbúa er fyrir hendi.
• Í flokki fyrirtækja hlaut viðurkenningu Magnús Ingólfsson, rekstraraðili Bónusvideós sem stendur við Stekkjarholt 10, en í umsögn um þá lóð segir að aðkoman sé til fyrirmyndar og fátítt að rekstraraðilar leggi svo mikinn metnað í að gera lóð sína jafn aðgengilega og smekklega fyrir vegfarendur.
Við athöfnina notaði umhverfisnefnd tækifærið og þakkaði þeim aðilum sem viðurkenningu hlutu fyrir þeirra framlag í að gera Akranes að enn fallegri og snyrtilegri bæ.
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is