25. ágúst. 2004 01:04
Veglegt skólablað
Skessuhorn sem kemur út í kvöld er helgað upphafi skólaársins í grunn- og framhaldsskólum á Vesturlandi. Rætt er við skólastjórnendur og nemendur um starfið framundan, nýjungar og áherslur í skólastarfinu. Í blaðinu er einnig viðtal við Eirík Jónsson formann Kennarasambands Íslands um kjaraviðræður kennara og líkur á verkfalli kennara 20. september í haust.