27. ágúst. 2004 01:53
Ætla að slátra 25 þúsund dilkum
Eins og fram hefur komið í Skessuhorni hefur stjórn Dalalambs í Búðardal tekið ákvörðun um að slátra dilkum haustið 2004. Gert hefur verið samkomulag um sölu á öllum afurðum félagsins. Stefnt er að því að slátra allt að 25.000 lömbum auk fullorðins fjár. Félagið mun kaupa sig frá útflutningi þar sem húsnæði þess uppfyllir ekki þau skilyrði sem sett eru fyrir að geta flutt út kjöt.