31. ágúst. 2004 10:52
HB-Grandi með mestan kvóta
Samkvæmt nýju yfirliti frá Fiskistofu ræður HB-Grandi yfir mestum aflaheimildum íslenskra fyrirtækja. Fyrirtækið er með tæplega 28.000 þorskígildistonna kvóta eða liðlega 8% af heildarkvóta íslenskra fyrirtækja. Heildaraflamark á nýliðnu kvótaári er liðlega 346.000 þorskígildistonn og þar af er þorskkvóti um 162.000 tonn. 50 stærstu útgerðarfyrirtækin fá úthlutað tæpum 110.000 tonnum af þorski en að meðtöldum öðrum tegundum er úthlutun þeirra 262.000 tonn, eða tæp 76% af heild. HB-Grandi er stærsta fyrirtækið mælt í þorskígildum með rétt tæp 28.000 tonn eða 8.08%.