01. september. 2004 08:59
Fyrstu réttir um næstu helgi
Fyrstu réttir á Vesturlandi verða um næstu helgi, en þá verður réttað í Nesmelsrétt í Hvítársíðu og Ljárskógarétt í Dalasýslu. Síðan taka þær við hver á fætur annarri næstu þrjár vikurnar eða svo. Ýttu á "meira" til að fá upp lista yfir vestlenskar réttir í haust.
Brekkurétt í Norðurárdal, Mýr. sunnudag 19. sept.
Dalsrétt í Mosfellsdal, Kjós. sunnudag 19. sept.
Flekkudalsrétt á Fellsströnd, Dal. laugardag 18. sept.
Fljótstungurétt í Hvítársíðu, Mýr. laugardag 11. sept.
Gillastaðarétt í Laxárdal, Dal. sunnudag 19. sept.
Grímsstaðarétt á Mýrum, Mýr. þriðjudag 21. sept.
Hítardalsrétt í Hítardal, Mýr. mánudag 20. sept.
Kjósarrétt í Hækingsdal, Kjós. sunnudag 19. sept.
Kirkjufellsrétt í Haukadal, Dal. sunnudag 19. sept.
Ljárskógarétt í Laxárdal, Dal. laugardag 4. sept.
Nesmelsrétt í Hvítársíðu, Borg. laugardag 4. sept.
Oddsstaðarétt í Lundarreykjadal, Borg. miðvikudag 15. sept.
Rauðsgilsrétt í Hálsasveit, Borg. sunnudag 19. sept.
Skarðsrétt á Skarðsströnd, Dal. laugardag 18. sept.
Svignaskarðsrétt, Svignaskarði, Mýr. mánudag 20. sept.
Þverárrétt í Þverárhlíð, Mýr. mánudag 20. sept.