02. september. 2004 01:08
Breiðafjörður talinn flottastur
Í síðustu viku var spurt á Skessuhornsvefnum; Hver er helsta náttúruperla landsins? Niðurstaðan var sú að flestir, eða 23,1% atkvæða féll á Breiðafjörð. Í öðru sæti voru Hraunfossar með 16,9%, Dimmuborgir með 15,4% voru í því þriðja. Í næstu sætum voru í röð: Snæfellsjökull, Gullfoss, Geysir, Kárahnjúkar og Dritvík.