14. september. 2004 10:07
Ný tæki til slökkviliðsins í Borgarnesi
Bæjarráð Borgarbyggðar hefur samþykkt að ráðstafa einni og hálfri milljón af ágóðahlut sveitarfélagsins frá Brunabótafélagi Íslands á þessu ári til tækjakaupa fyrir Brunavarnir Borgarness og nágrennis. Að sögn Páls S Brynjarssonar bæjarstjóra fékk sveitarfélagið um helmingi hærri upphæð í arð en gert var ráð fyrir og var því ákveðið að nota hluta fjármunanna til að bæta tækjabúnað slökkviliðsins. Slökkviliðsstjóri og stjórn BBON munu ákveða hvernig fjármununum verður varið.