15. september. 2004 10:07
Atlantsolía í Hólminn?
Hið nýja olíufyrirtæki; Atlantsolía, sem einkum hefur starfað á höfuðborgarsvæðinu frá því það hóf starfsemi sína hefur sótt um lóð undir sjálfsafgreiðslubensínstöð í Stykkishólmi. Á síðasta fundi bæjarráðs var umsókn fyrirtækisins vísað til skipulags- og byggingarnefndar auk þess sem henni var vísað til umsagnar hafnarnefndar.