06. júní. 2004 11:31
Sláttur hafinn
Vitað er til að sláttur sé hafinn á a.m.k. tveimur bæjum á Vesturlandi. Sl. föstudag var fyrsta túnið slegið á bænum Á á Skarðsströnd og sl. laugardag í Deildartungu í Reykholtsdal. Gert er ráð fyrir að fleiri bændur hefji slátt í þessari viku, enda veðurspá ágæt og sprettutíð verið góð undanfarnar vikur.