22. júní. 2004 10:09
Þurfa ekki að selja ömmu sína..
“Maður þarf ekki að selja ömmu sína áður en áfengi og fíkniefni eru orðin vandamál,” segja tveir ungir menn sem tekið hafa sér taki í baráttunni við fíkniefnavandann. Þeir segja lesendum sögu sína um fíkniefnanotkun og bataleið sem þeir hafa fundið í gegnum 12 spora kerfi AA samtakanna. Viðtal við þessa tvo ungu menn er í Skessuhorni sem kemur út á morgun.