01. júlí. 2004 01:48
Bónus sækir um lóð í Borgarnesi
Eignarhaldsfélagið Þyrping hefur sótt um lóð undir nýja Bónusverslun í Borgarnesi. Fyrirtækið sækir um lóð við Brúartorg við hliðina á væntanlegu húsi Sparisjóðs Mýrasýslu. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á þessu ári, þó það fáist ekki staðfest.