28. júlí. 2004 05:44
Dregið í áskriftarleik Skessuhorns
Í gær var heppinn áskrifandi dreginn út í áskriftarleik Skessuhorns fyrir júlímánuð. Í vinning að þessu sinni var þriggja rétta hátíðarmálsverður á veitingastaðnum Narfeyrarstofu í Stykkishólmi. Vinningshafinn er Finnbogi Jónsson, Grenigrund 23 á Akranesi og fær hann sent gjafabréf. Til að vera með í leiknum þurfa áskrifendur blaðsins ekkert að gera annað en vera skuldlausir á útdráttardegi. Til hamingju Finnbogi!