04. ágúst. 2004 03:17
Tvö fíkniefnamál í Borgarnesi um helgina
Tvö fíknefnamál komu til kasta lögreglunnar í Borgarnesi við hefðbundið umferðareftirlit um helgina. Á fimmtudagkvöld var bíll á norðurleið stöðvaður og við leit fundust 72 pakkningar af meintu kannabisefni og 20 pakkningar af hvítu dufti, ætluðu kókaíni eða amfetamíni. Líklegt þykir að efnið hafi verið ætlað til sölu, en söluverðmæti efnisins gæti numið allt að 500 þúsund krónum. Á laugardagskvöld var annar bíll á Norðurleið stöðvaður og fundust lítilræði af fíkniefnum sem ætlað er að hafi verið til einkaneyslu.
Sjá frekari fregnir af viðburðum helgarinnar í Skessuhorni sem kemur út í dag.