Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. ágúst. 2004 01:15

Bændur tapa stórfé

Skiptastjóri Ferskra afurða á Hvammstanga, Sveinn Andri Sveinsson hrl., hefur staðfest að ekkert muni koma upp í almennar kröfur í þrotabúi Ferskra afurða á Hvammstanga. Það litla af eignum félagsins, sem ekki eru veðsettar, rennur í greiðslu forgangskrafna. Margir bændur á Vesturlandi voru meðal innleggjenda hjá Ferskum afurðum og er í nokkrum tilfellum um að ræða tjón sem telur mörg hundruð þúsund krónur og jafnvel á aðra milljón í einstaka tilfellum. Samkvæmt þessum upplýsingum er bændum því óhætt að afskrifa að fullu allar kröfur vegna nautgripa- og hrossakjöts sem þeir áttu inni hjá fyrirtækinu. Ríkisskattsstjóra hefur verið sent erindi vegna meðferðar á kröfum vegna sauðfjárinnleggs. Vonir standa til að svar fáist einhvern næstu daga um hvort, og þá hve mikið, megi afskrifa kröfur vegna sauðfjárinnleggs. Samkvæmt áætlun Félagssviðs Bændasamtaka Íslands bendir flest til að a.m.k. 74% af þeim kröfum hafi tapast.
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is