28. ágúst. 2004 01:39
4540 gestir með skipunum
Komur skemmtiferðaskipa til hafnar í Grundarfirði voru alls 13 í sumar og voru það alls 6 skip sem áttu þar í hlut. Columbus og Ocean Monarch komu þrisvar, Funchal og Hanseatic komu tvisvar og Delphin og Adriana komu einu sinni. Með skipunum voru alls 4540 farþegar. Áhöfn skipanna er í kringum 200 manns hverju sinni, eftir stærð þeirra. 8 skip hafa nú þegar bókað komu sína fyrir næsta sumar.