06. október. 2004 11:12
Mikil aukning er í skógrækt á Vesturlandi
Nýliðið sumar var með þeim hlýjustu sem elstu menn muna. Hið sama er að segja um sumarið í fyrra. Skessuhorn leitaði fregna hjá Sigvalda Ásgeirssyni hjá Vesturlandsskógum um það hver áhrif árgæskan hafi haft á trjávöxt og skógræktarframkvæmdir í landshlutanum. “Á Vesturlandi má gera ráð fyrir að þurrkar hafi dregið úr trjávexti á stöðum þar sem jarðraki er að jafnaði lítill. Annarsstaðar hefur trjávöxtur verið góður í sumar eins og reyndar í fyrra. Ef einhver tegund skógartrjáa hefur vakið athygli fyrir góðan vöxt þetta árið, er það stafafuran. Ösp hefur einnig vaxið óvenjuvel undanfarin tvö ár,” segir Sigvaldi meðal annars í viðtali í Skessuhorni. Sjá viðtal við hann í blaðinu sem kemur út í kvöld.