06. október. 2004 11:41
VLFA lýsir yfir stuðningi við Sjómannasambandið
Stjórn Verkalýðsfélag Akraness hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna aðgerða Sjómannasambandsins gegn Brimi og sérkjarasamningi fyrirtækisins við skipverja á Sólbaki. Eins og fram kemur í fjölmiðlum í dag hafa fulltrúar Sjómannasambandsins komið sér fyrir á bryggjunni á Akureyri og torvelda löndun ferskfisks úr Sólbaki. Yfirlýsing Verkalýðsfélags Arkaness er svohljóðandi:
"Stjórn Verkalýðsfélag Akraness lýsir yfir fullum stuðningi við forystumenn sjómannasamtakanna í þeim aðgerðum sem nú standa yfir gegn forsvarsmönnum Brims. Jafnframt hvetur stjórn Verkalýðsfélags Akraness verkalýðshreyfinguna í heild sinni til lýsa yfir stuðningi við aðgerðir forystumanna sjómannasamtakanna í málefnum Brims. Stjórn Verkalýðsfélags Akraness telur að það þurfi að svara þessari árás forsvarsmanna Brims á skipulagða verkalýðshreyfingu af fullri hörku."