31. júlí. 2004 01:02
Breiðafjarðarsund
Viktoría Ásgeirsdóttir, 47 ára gömul kona úr Hólminum, lagði af stað í sundferð yfir Breiðafjörðinn á laugardag fyrir viku síðan, til að vekja athygli á Unicef á Íslandi. Hún ætlar að synda 60 km. leið á hálfum mánuði í tíu stiga heitum sjónum og segir það ekki mikið mál. Sjá viðtal við sundkonunan á bls. 10 í síðasta tbl. Skessuhorns.