22. október. 2004 04:40
Lagfærð vatnslögn í Snæfellsbæ
Þessa dagana er unnið við endurbætur á vatnslögninni milli Rifs og Hellissands, en um er að ræða 400 metra langan kafla. Á undanförnum árum hafa verið tíðar bilanir á þessum kafla lagnarinnar og var því ákveðið að skipta þessa hluta út. Starfsmenn áhaldahúss Snæfellsbæjar sjá um framkvæmdina. (sjá www.snb.is)