Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. ágúst. 2004 09:20

Kvennareið á fermingaraldri

Hin árlega kvennareið Dalakvenna og gesta þeirra fór fram sl. laugardag í blíðskaparveðri. Þátttaka var að venju góð, en um 120 konur voru í hópnum. Þetta er í fjórtánda skipti sem konur í Dölum safnast saman í þeim tilgangi að ríða þægilega dagleið, eiga skemmtilega stund saman og láta karlpeninginn þjóna sér. Að þessu sinni voru gestgjafarnir Saurbæingar og voru konur þar í forystuhlutverki en bændur þeirra sáu um veitingar og viðeigandi veigar fyrir konurnar. Slíkir menn eru jafnan nefndir Lautinantar með skírskotun í áningarstaðina.
Lagt var af stað frá Bessatungu í Saurbæ, inn Brekkudal og niður aftur og meðfram Hvolsá og í Tjarnarlund þar sem áð var. Þar grilluðu Saurbæjarbændur og þjónuðu konunum, gítarinn var dreginn fram og sungið svo undir kvað í sveitinni. Þegar kvöldaði færði hópurinn sig í gömlu Jónsbúð á Skriðulandi, eða Dórubúð eins og hún er nefnd nú en þar var dansað fram á nótt.
Að þessu sinni voru frumkvöðlar að kvennareið heiðraðar sérstaklega en það voru þær Inga Þorkelsdóttir og María Eyþórsdóttir sem áttu frumkvæði að kvennareiðinni ásamt Ástu Emilsdóttur, en Ásta var fjarverandi að þessu sinni. Þær stöllur fengu sérstakar gjafir frá gestgjöfunum í tilefni þess að kvennareið er nú komin á fermingaraldur.
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is