27. ágúst. 2004 01:43
Kríuból í Ólafsvík brátt stækkað
Bæjarráð Snæfellsbæjar samþykkti nýlega að veita bæjarstjóra heimild til að auglýsa útboð á stækkun leikskólans Kríubóls á Hellissandi. Vinna við hönnun hússins er í gangi. Fyrirhugað er að stækka leikskólann til austurs um 150 fm og breyta innra skipulagi hússins þannig að starfsaðstaða starfsfólks og barna batni. Eldhús verður stækkað, komið verður upp funda- og viðtalsaðstöðu, nýjum kennslustofum og breytt skipulagi eldri kennslustofa.