07. september. 2004 09:31
Ottós A Árnasonar minnst í Ólafsvík
Það er óhætt að segja að félagar í Framfarafélagi Ólafsvíkur hafi haft í nógu að snúast síðastliðinn laugardag. Félagið sameinaði tvo viðburði sama daginn þar sem annarsvegar sveitarfélaginu var afhent ný upplýisingaskilti við báðar innkeyrslur bæjarins og hinsvegar var bæjarbúum afhentur minnisvarði um Ottó A Árnason við Gilið auk söguskiltis um gamla félagsheimilið í Ólafvík sem þar stóð. Sjá umfjöllun og myndir í Skessuhorni sem kemur út á morgun.