09. september. 2004 08:22
Lokað og sett á söluskrá
Hótel Ólafsvík hefur nú verið lokað um stundarsakir. Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ segir að Byggðastofnun, eigandi hótelsins, hafi rift kaupleigusamningi sem var í gildi við síðustu rekstraraðila og lokað hótelinu fyrirvaralaus fyrir skömmu. “Byggðastofnun er nú að leita kaupenda að hótelinu og ég vonast til að það verði selt fljótlega þannig að það komist í rekstur á nýjan leik. Það er mjög bagalegt að starfseminni skuli hafa verið hætt á þessum tímapunkti sérstaklega í ljósi þess að mikið hefur verið að gera í sumar og nokkuð var um bókanir framundan þegar hótelinu var lokað,” sagði Kristinn í samtali við Skessuhornsvefinn.